Skilorð fyrir árás á sambýliskonu sína

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás á sambýliskonu sína. Honum var jafnframt gert að greiða tíu þúsund krónur í sakarkostnað.

Árásin sem átti sér stað á þáverandi heimili málsaðila í nóvember á sl. ári var með þeim hætti, að maðurinn tók konuna kverkataki og henti henni í framhaldinu í gólfið. Konan marðist og tognaði á hálsi, baki og yfir bringuspölum. Hún fór ekki fram á miskabætur.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn hefur ekki áður komist í kast við lögin auk þess sem hann játaði brot sitt skýlaust. Leit dómurinn til þess við ákvörðun refsingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka