Valur ÍS-18 kominn til hafnar á Ísafirði

mbl.is/Halldór

Valur ÍS-18, sem bilaði í Jökulfjörðum í dag með níu menn innanborðs, kom til hafnar á Ísafirði um klukkan sjö í kvöld. Lóðsinn Sturla Halldórsson dró bátinn, sem er 150 tonna línubátur, til hafnar og tók ferðin um tvo og hálfan klukkutíma.

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom að bátnum skömmu fyrir klukkan þrjú í dag og gat áhöfn þess aðstoðað bátinn við að bakka upp í vind og koma í veg fyrir að hann ræki að landi, meðan beðið var eftir frekari aðstoð.

Bilun kom upp í bátnum um klukkan eitt í dag og var upphaflega talið að báturinn væri vélarvana. Síðan km í ljós að um bilun í gír var aða ræða. Hvöss sunnanátt var á svæðinu og rak bátinn hratt í átt að landi um tíma. Þyrla Landhelgisgæslunnar var því í viðbragðsstöðu en hún var afturkölluð eftir að báturinn komst í var.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert