Umhverfisráðuneytið hefur synjað beiðni um endurupptöku kærumáls vegna Gjábakkavegar. Forsaga málsins er sú að Skipulagsstofnun féllst í úrskurði sínum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, dags. 24. maí 2006, á alla framkvæmdakosti með tilteknum skilyrðum.
Úrskurðurinn var kærður til ráðuneytisins sem komst að þeirri niðurstöðu að leiðin muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum.
Í niðurstöðu ráðuneytisins varðandi beiðni um endurupptöku málsins segir að ekki hafi komið fram nýjar upplýsingar eða ábendingar um ófullnægjandi upplýsingar. Ráðuneytið telur því ekki forsendur til endurupptöku málsins.