Eyðslueinkunn bifreiða nefnist ný reiknivél á heimasíðu Orkuseturs. Notendur hennar geta valið bílaframleiðanda, tegund og undirtegund og vélin skilar niðurstöðu um útblástur og eyðslu. Visthæfir bílar fá sérstakt tákn.
Þáttur úr Grænu skrefunum í Reykjavík er notaður í þessari nýju reiknivél Orkuseturs því allar bifreiðar sem standast kröfur um lágmarks útblástur gróðurhúsalofttegunda og eldsneytiseyðslu fá einkunnagjöfina Visthæfur bíll. Reiknivél Orkuseturs einfaldar bifreiðaeigendum að kanna hvort þeirra bíll flokkist undir skilgreiningar borgarinnar og fái ókeypis í stæði. Visthæf bifreið er með útblástur undir 120 gr.