„Ekki niðurstaða að mínu skapi" segir Sigurjón Þórðarson

Greint var frá því á miðstjórn­ar­fundi Frjáls­lynda flokks­ins í gær að ekki hafi náðst samstaða inn­an fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins um að Sig­ur­jón Þórðar­son, fyrr­ver­andi þingmaður flokks­ins, yrði fram­kvæmda­stjóri flokks­ins frá 1. janú­ar 2009. Í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins seg­ir Sig­ur­jón að hann muni ekki hætta í flokkn­um en starfa á hliðarlín­unni. „Þetta er ekki niðurstaða að mínu skapi."

Að sögn Sig­ur­jóns starfar hann hjá Heil­brigðis­eft­ir­liti Norðvest­ur­lands og hann muni gera það áfram. Hann seg­ir ákvörðun fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar vera von­brigði en hann styðji Guðjón Arn­ar Kristjáns­son, formann Frjáls­lynda flokks­ins, heils­hug­ar en Guðjón Arn­ar hafi stutt sátta­til­lögu um að Sig­ur­jón yrði gerður að fram­kvæmda­stjóra.

Að sögn Sig­ur­jóns verður Magnús Reyn­ir Guðmunds­son áfram fram­kvæmda­stjóri Frjáls­lynda flokks­ins en hann tók við starf­inu af Mar­gréti Sverr­is­dótt­ur á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert