Fróðleikur á hverjum fermetra

Rannís stendur í dag fyrir vísindavöku í þriðja sinn í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Dagurinn í dag er tileinkaður evrópsku vísindafólki og verða því haldnar samskonar vísindavökur í rúmlega þrjátíu borgum víðs vegar um Evrópu. Tilgangurinn er sá að kynna fyrir almenningi undraheima vísindanna. Í Hafnarhúsinu hefst vakan klukkan fimm og stendur til níu í kvöld, en þar sýna stofnanir og fyrirtæki yfir 50 rannsóknarverkefni og fá gestir að kynnast vísindunum, og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka