Grjóthrun á Kringlumýrarbraut

Stórir grjóthnullungar féllu aftur af vörubílspalli á Kringlumýrarbraut gengt Sigtúni í Reykjavík skömmu fyrir miðnætti með þeim afleiðingum að tveir bílar sem á eftir komu skemmdust mikið. Annar bíllinn sat fastur uppi á grjóti og skemmdist vél og lak olía út af henni. Skemmdir urðu á hjólabúnaði hinnar bifreiðarinnar. Ekki urðu slys á mönnum en kalla þurfti út tæki og mannskap til að fjarlægja grjótið og slökkvilið til að hreinsa olíu af götunni.

Vörubílstjórinn mun ekki hafa orðið var við óhappið og hélt för sinni áfram uns vegfarandi sem varð vitni að atvikinu og hafði elt hann uppi og látið lögreglu vita.

Það tók tvær klukkustundir að hreinsa akbrautina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert