Hagstofa Íslands hefur reiknað út meðalrekstrarkostnað á hvern nemenda í öllum grunnskólum sem reknir eru af sveitarfélögum en kostnaðurinn reyndist vera 925.669 krónur í fyrra og metur Hagstofan hækkun rekstrarkostnaðar frá því í fyrra vera 4,6%. Niðurstöður útreikningsins eru því þær að áætlaður rekstararkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, sé 967.874 krónur í september 2007.