„Ólíðandi mismunun“

Eft­ir Sunnu Ósk Loga­dótt­ur
sunna@mbl.is

Urg­ur er í hjúkr­un­ar­fræðing­um með að fá ekki greitt 30 þúsund króna tíma­bundið álag á mánuði næsta árið líkt og dóms­málaráðherra hef­ur ákveðið að gera með sitt fólk, starf­andi lög­reglu­menn. Í kjara­samn­ing­um beggja stétta er ákvæði um að slík­ar greiðslur séu heim­il­ar og eins og kom fram í Morg­un­blaðinu í gær fá lög­reglu­menn upp­bót­ina m.a. vegna auk­ins álags í starfi. Fé­lag ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga (FÍH) óskaði eft­ir því við fjár­málaráðherra í byrj­un mars sl. að heim­ild­in yrði nýtt. Einnig hef­ur sama ósk verið bor­in upp við fyrr­ver­andi og nú­ver­andi heil­brigðisráðherra. En allt hef­ur komið fyr­ir ekki.

Það er eng­um vafa und­ir­orpið að álag á hjúkr­un­ar­fræðinga, m.a. á stærsta vinnustað lands­ins, Land­spít­ala, hef­ur auk­ist mikið und­an­far­in miss­eri. Nú vant­ar tæp­lega 100 hjúkr­un­ar­fræðinga til starfa á sjúkra­hús­inu og aug­ljóst að á meðan hlaðast verk­efn­in á þá sem þar vinna.

Kyn­bund­inn launamun­ur

En málið hef­ur einnig aðra hlið. Í ljósi þess að mikið hef­ur verið rætt um kyn­bund­inn launamun í þjóðfé­lag­inu eru hjúkr­un­ar­fræðing­ar, sem velflest­ir eru kon­ur, ósátt­ir við þessa mis­mun­un. Þó skal því haldið til haga að þeir fagna því af heil­um hug að lög­reglu­menn í land­inu fái launa­upp­bót. Þeir eru hins veg­ar reiðir yfir því að ekki virðist all­ir sitja við sama borð.

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar hafa bent á mann­eklu í fag­inu ára­tug­um sam­an. Í ljósi þessa lagði formaður FÍH sér­staka áherslu á það á fundi með fjár­málaráðherra í mars að heim­ild til álags­greiðslna í kjara­samn­ing­um yrði nýtt til að halda hjúkr­un­ar­fræðing­um í starfi þar til nýir kjara­samn­ing­ar verði gerðir í apríl á næsta ári.

Hingað til hafa heil­brigðisráðherr­ar skýlt sér á bak við það að kjara­samn­ings­gerð sé á hendi fjár­málaráðherra. Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra hef­ur nú tekið af skarið og sýnt frum­kvæði gagn­vart sín­um und­ir­mönn­um.

Slík­ar ákv­arðanir eru þó að sögn Björns aldrei tekn­ar öðru­vísi en í sam­ráði við fjár­málaráðuneytið. „Ég fagna þessu fram­taki dóms­málaráðherra,“ seg­ir Elsa B. Friðfinns­dótt­ir, formaður FÍH, „en ég tel að þarna sé ólíðandi mis­mun­un í greiðslum og nýt­ingu á kjara­samn­ingi á milli stétta. Það vek­ur furðu mína að við fáum eng­in svör eft­ir margra ára mann­eklu og álag, að þá geti dóms­málaráðherra haft al­gjöra for­ystu og gripið til þessa.“

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert