REI hyggst verja níu milljörðum til jarðvarmaverkefna í Afríku

Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, og …
Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Energy Invest (REI), í New York í kvöld. Myndin er tekin af vef forsetaembættisins.

Guðmund­ur Þórodds­son, for­stjóri Reykja­vík Energy In­vest (REI), Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, og Bill Cl­int­on, fyrr­um Banda­ríkja­for­seti, kynntu í dag ákvörðun REI að verja níu millj­örðum ís­lenskra króna til jarðvarma­verk­efna í Afr­íku á næstu 5 árum. Sam­komu­lagið var kynnt á loka­at­höfn ár­legs fund­ar Cl­int­on Global Initiati­ve í New York.

Reykja­vík Energy In­vest (REI) skuld­bind­ur sig sam­kvæmt sam­komu­lag­inu til að fjár­festa að lág­marki 150 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala eða níu millj­arða króna á næstu fimm árum í jarðvarma­virkj­un­um í Aust­ur Afr­íku. For­seti Íslands er hvatamaður að sam­komu­lag­inu sem und­ir­ritað var á ár­legru þingi sem Cl­int­on held­ur til að leiða sam­an full­trúa úr stefnu­mót­un, at­hafna­lífi og frjáls­um fé­laga­sam­tök­um.

REI hygg­ur m.a. á fram­kvæmd­ir í Dji­bouti í Aust­ur Afr­íku með það að mark­miði að reisa þar jarðvarma­virkj­an­ir og í sam­komu­lag­inu skuld­bind­ur REI sig til að leggja á næsta ári fimm millj­ón­ir Banda­ríkja­dala til verk­efn­is­ins eða ríf­lega 300 millj­ón­ir króna.

Jarðvarmavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði.
Jarðvarma­virkj­un Orku­veitu Reykja­vík­ur á Hell­is­heiði. mbl.is/Þ​or­vald­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert