REI hyggst verja níu milljörðum til jarðvarmaverkefna í Afríku

Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, og …
Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Energy Invest (REI), í New York í kvöld. Myndin er tekin af vef forsetaembættisins.

Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Energy Invest (REI), Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, kynntu í dag ákvörðun REI að verja níu milljörðum íslenskra króna til jarðvarmaverkefna í Afríku á næstu 5 árum. Samkomulagið var kynnt á lokaathöfn árlegs fundar Clinton Global Initiative í New York.

Reykjavík Energy Invest (REI) skuldbindur sig samkvæmt samkomulaginu til að fjárfesta að lágmarki 150 milljónir Bandaríkjadala eða níu milljarða króna á næstu fimm árum í jarðvarmavirkjunum í Austur Afríku. Forseti Íslands er hvatamaður að samkomulaginu sem undirritað var á árlegru þingi sem Clinton heldur til að leiða saman fulltrúa úr stefnumótun, athafnalífi og frjálsum félagasamtökum.

REI hyggur m.a. á framkvæmdir í Djibouti í Austur Afríku með það að markmiði að reisa þar jarðvarmavirkjanir og í samkomulaginu skuldbindur REI sig til að leggja á næsta ári fimm milljónir Bandaríkjadala til verkefnisins eða ríflega 300 milljónir króna.

Jarðvarmavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði.
Jarðvarmavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði. mbl.is/Þorvaldur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert