Sautján ára ökumaður með ökuréttindi til eins árs reynslu var stöðvaður í nótt en lögregla höfuðborgarsvæðisins hafði mælt hann á 150 km hraða á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg í Reykjavík þar sem 80 km hámarkshraði er. Að sögn lögreglu má hann eiga von á ökuleyfissviptingu og „einhverjum öðrum glaðningi frá okkur í formi fjársekta," eins og varðstjóri komst að orði.