Stöðvaður á 150 km hraða

Sautján ára ökumaður með öku­rétt­indi til eins árs reynslu var stöðvaður í nótt en lög­regla höfuðborg­ar­svæðis­ins hafði mælt hann á 150 km hraða á Vest­ur­lands­vegi við Suður­lands­veg í Reykja­vík þar sem 80 km há­marks­hraði er. Að sögn lög­reglu má hann eiga von á öku­leyf­is­svipt­ingu og „ein­hverj­um öðrum glaðningi frá okk­ur í formi fjár­sekta," eins og varðstjóri komst að orði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert