Strætisvagn stöðvaður á of miklum hraða

Fjörutíu og átta ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í gærkvöld en fylgst var með ökutækjum sem var ekið í vestur á móts við Glitvang í norðurbænum. Meðalhraði hinna brotlegu var 77 km/klst en 50 km hámarkshraði er á svæðinu. Sá sem hraðast ók var mældur á 85. Einn strætisvagn var í hópi þeirra ökutækja sem lögreglan stöðvaði og var honum ekið á 69 km hraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert