Telur að 500-600 störf geti glatast

Starfsfólk Humarvinnslunnar
Starfsfólk Humarvinnslunnar mbl.is/Guðmundur Karl
Eft­ir Rún­ar Pálma­son og Hjört Gísla­son

Miðað við spá for­manns Sam­taka fisk­vinnslu­stöðva eru fjölda­upp­sagn­irn­ar í Þor­láks­höfn og Eskif­irði í gær aðeins byrj­un­in á upp­sagna­hrinu því hann tel­ur að alls muni 500–600 störf glat­ast vegna kvóta­skerðing­ar­inn­ar, flest til fram­búðar. Alls var tæp­lega 100 manns sagt upp störf­um hjá tveim­ur fisk­vinnslu­fyr­ir­tækj­um í gær. Störf í fisk­vinnslu eru nú um 4.500 en Arn­ar Sig­ur­munds­son, formaður Sam­taka fisk­vinnslu­stöðva, tel­ur að vegna skerðing­ar­inn­ar muni þeim fækka um 500–600, um 10–12%. Þar á hann við full störf en þar sem marg­ir vinna hluta­störf í grein­inni er fjöldi starfs­manna meiri.

Rétt er að taka fram að hér á hann aðeins við störf í landi. Arn­ar sagði að áhrif skerðing­ar­inn­ar kæmu fram af full­um þunga á næsta ári en fjölda­upp­sagn­irn­ar í gær bentu til þess að staðan gæti verið verri en hann hafði áður talið.

Fjölg­ar aðeins lít­il­lega aft­ur

Arn­ar sagði að þegar kvót­inn yrði aft­ur auk­inn yrði starfs­fólki vænt­an­lega aðeins fjölgað lít­il­lega því bú­ast mætti við að fyr­ir­tæki sam víðtæk áhrif. „Það hef­ur verið nóg að glíma við sterkt og flökt­andi gengi þó að þetta bæt­ist ekki við,“ sagði hann. Síðan biðu menn eft­ir mót­vægisaðgerðum sem væru ekki ennþá full­mótaðar og gögnuðust hvorki fólk­inu sem starfar til sjós og lands né fyr­ir­tækj­un­um.

Ekki er ljóst hversu marg­ir af starfs­mönn­um fyr­ir­tækj­anna tveggja, Humar­vinnsl­unn­ar og Eskju, fá aft­ur vinnu.

Hjör­leif­ur Brynj­ólfs­son, fram­kvæmda­stjóri Humar­vinnsl­unn­ar, sagði að stjórn­völd gerðu sér enga grein fyr­ir því hve skerðing­in hefði víðtæk áhrif. „Það hef­ur verið nóg að glíma við sterkt og flökt­andi gengi þó að þetta bæt­ist ekki við,“ sagði hann.

Síðan biðu menn eft­ir mót­vægisaðgerðum sem væru ekki ennþá full­mótaðar og gögnuðust hvorki fólk­inu sem starfar til sjós og lands né fyr­ir­tækj­un­um.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka