Miðað við spá formanns Samtaka fiskvinnslustöðva eru fjöldauppsagnirnar í Þorlákshöfn og Eskifirði í gær aðeins byrjunin á uppsagnahrinu því hann telur að alls muni 500–600 störf glatast vegna kvótaskerðingarinnar, flest til frambúðar. Alls var tæplega 100 manns sagt upp störfum hjá tveimur fiskvinnslufyrirtækjum í gær. Störf í fiskvinnslu eru nú um 4.500 en Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, telur að vegna skerðingarinnar muni þeim fækka um 500–600, um 10–12%. Þar á hann við full störf en þar sem margir vinna hlutastörf í greininni er fjöldi starfsmanna meiri.
Rétt er að taka fram að hér á hann aðeins við störf í landi. Arnar sagði að áhrif skerðingarinnar kæmu fram af fullum þunga á næsta ári en fjöldauppsagnirnar í gær bentu til þess að staðan gæti verið verri en hann hafði áður talið.
Fjölgar aðeins lítillega aftur
Arnar sagði að þegar kvótinn yrði aftur aukinn yrði starfsfólki væntanlega aðeins fjölgað lítillega því búast mætti við að fyrirtæki sam víðtæk áhrif. „Það hefur verið nóg að glíma við sterkt og flöktandi gengi þó að þetta bætist ekki við,“ sagði hann. Síðan biðu menn eftir mótvægisaðgerðum sem væru ekki ennþá fullmótaðar og gögnuðust hvorki fólkinu sem starfar til sjós og lands né fyrirtækjunum.
Ekki er ljóst hversu margir af starfsmönnum fyrirtækjanna tveggja, Humarvinnslunnar og Eskju, fá aftur vinnu.
Hjörleifur Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Humarvinnslunnar, sagði að stjórnvöld gerðu sér enga grein fyrir því hve skerðingin hefði víðtæk áhrif. „Það hefur verið nóg að glíma við sterkt og flöktandi gengi þó að þetta bætist ekki við,“ sagði hann.
Síðan biðu menn eftir mótvægisaðgerðum sem væru ekki ennþá fullmótaðar og gögnuðust hvorki fólkinu sem starfar til sjós og lands né fyrirtækjunum.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.