Áhyggjur af blesgæs

Virði veiðimenn ekki friðun blesgæsarinnar þarf að fara vandlega yfir hvað kunni að vera til ráða, segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra. Fram kom í Morgunblaðinu í vikunni að um 3.000 færri blesgæsir skiluðu sér í fyrravetur til Bretlandseyja en búast hefði mátt við, ef tekið er mið af friðun gæsarinnar hér á landi 2006.

„Veiðimenn eiga að stunda náttúruvernd eins og aðrir. Það nær auðvitað engri átt ef menn eru að skjóta blesgæsina, því ég hugsa að flestir sem eitthvað vita um fugla viti að þær eru friðaðar.“

Hún vilji þó treysta því að fólk fari fram með skynsemi og yfirvegun hvort sem um sé að ræða skyttur eða aðra. „Ef reynslan sýnir að það er ekki hægt gæti þurft að grípa til þvingunarúrræða eða annars,“ segir Þórunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka