Þetta og fleira er á rannsóknarsviði Gyðu Margrétar Pétursdóttur, doktorsnema í kynjafræði, sem leggur nú stund á rannsóknir á samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu.
Gyða Margrét hefur komist að þeirri niðurstöðu að samræmingin er oft í orði frekar en á borði, t.d. lýsa stjórnendur því oft yfir að þeir séu fylgjandi sveigjanleika en sá sveigjanleiki er svo ekki skilgreindur frekar. Hún segir mikilvægt að fjölskyldustefnan sé skrásett og að eftirfylgni með henni sé meiri en nú er. Eins og staðan er nú hafa stjórnendur sterk áhrif á það hvernig fjölskyldustefnan er á vinnustöðum, bæði með skráðum og óskráðum reglum, og því fordæmi sem þeir sýna.
Nánar er fjallað um þessar rannsóknir í Blaðinu.