Ég þarf aðeins að skreppa...

Eftir Arndísi Þórarinsdóttur - arndis@bladid.net
Rannsóknir sýna að ung pör leggja iðulega upp með að skipta því álagi sem fylgir barneignum jafnt á milli sín, til dæmis með því að skiptast á að taka sér frí úr vinnu þegar afkvæmin kenna sér meins. Ytri aðstæður, t.d. það að karlmaðurinn skýst konunni hraðar upp metorðastigann, valda því hins vegar oft að þessar góðu fyrirætlanir fara út um þúfur. Áður en við verður litið er konan farin að taka meiri ábyrgð á heimilishaldinu og orðin sá helmingur parsins sem dregur minni björg í bú.

Þetta og fleira er á rannsóknarsviði Gyðu Margrétar Pétursdóttur, doktorsnema í kynjafræði, sem leggur nú stund á rannsóknir á samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu.

Gyða Margrét hefur komist að þeirri niðurstöðu að samræmingin er oft í orði frekar en á borði, t.d. lýsa stjórnendur því oft yfir að þeir séu fylgjandi sveigjanleika en sá sveigjanleiki er svo ekki skilgreindur frekar. Hún segir mikilvægt að fjölskyldustefnan sé skrásett og að eftirfylgni með henni sé meiri en nú er. Eins og staðan er nú hafa stjórnendur sterk áhrif á það hvernig fjölskyldustefnan er á vinnustöðum, bæði með skráðum og óskráðum reglum, og því fordæmi sem þeir sýna.

Nánar er fjallað um þessar rannsóknir í Blaðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert