Ég þarf aðeins að skreppa...

Eft­ir Arn­dísi Þór­ar­ins­dótt­ur - arnd­is@bla­did.net

Þetta og fleira er á rann­sókn­ar­sviði Gyðu Mar­grét­ar Pét­urs­dótt­ur, doktorsnema í kynja­fræði, sem legg­ur nú stund á rann­sókn­ir á sam­ræm­ingu fjöl­skyldu­lífs og at­vinnu.

Gyða Mar­grét hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að sam­ræm­ing­in er oft í orði frek­ar en á borði, t.d. lýsa stjórn­end­ur því oft yfir að þeir séu fylgj­andi sveigj­an­leika en sá sveigj­an­leiki er svo ekki skil­greind­ur frek­ar. Hún seg­ir mik­il­vægt að fjöl­skyldu­stefn­an sé skrá­sett og að eft­ir­fylgni með henni sé meiri en nú er. Eins og staðan er nú hafa stjórn­end­ur sterk áhrif á það hvernig fjöl­skyldu­stefn­an er á vinnu­stöðum, bæði með skráðum og óskráðum regl­um, og því for­dæmi sem þeir sýna.

Nán­ar er fjallað um þess­ar rann­sókn­ir í Blaðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert