Erill var í miðborg Reykjavíkur í nótt vegna ölvunar og voru tuttugu færðir á lögreglustöð vegna brota á lögreglusamþykktum, einhverjir þeirra fengu auk þess næturgistingu sökum ölvunar. Þá var einn stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og ein tekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Fimm menn voru teknir vegna þess máls og fannst á þeim lítilræði af fíkniefnum.
Þá voru tók lögreglan í Borgarnesi tvo menn og lagði hald á fíkniefni, annar þeirra er grunaður um fíkniefnaakstur. Einn var auk þess stöðvaður um miðnættið af lögreglunni í Borgarnesi og reyndist hafa óskráða haglabyssu í bifreiðinni, lagt var hald á hana.