Fjaðrir reyttar af ráðuneyti

Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og Vatnamælingar ríkisins munu færast frá landbúnaðarráðuneytinu um áramótin, skv. minnisblaði um breytingar á verkaskiptingum ráðuneyta sem forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær.

Þetta eru ekki einu verkefnin sem færast frá landbúnaðarráðuneytinu því báðir landbúnaðarháskólarnir, á Hólum í Hjaltadal og á Hvanneyri, flytjast þaðan og yfir til menntamálaráðuneytisins. Eitt verksvið færist til landbúnaðarráðuneytisins frá umhverfisráðuneytinu en það er matvælasvið Umhverfisstofnunar.

Til þess að stjórnsýslulegt forræði á þessum verkefnum færist milli ráðuneyta þarf að breyta lögum og verður það gert með svonefndu bandormsfrumvarpi sem forsætisráðherra mun væntanlega mæla fyrir á fyrstu dögum þingsins. Þetta eru ekki einu verkefnin sem verða færð á milli ráðuneyta.

Gegnir tveimur embættum

Einn maður gegnir nú embætti sjávarútvegsráðherra og landbúnaðaráðherra, Einar Kristinn Guðfinnsson. Það er þó engin sérstök nýjung að ráðherrar gegni embætti landbúnaðarráðherra ásamt öðru ráðherraembætti. Síðast var sá háttur hafður á þegar Guðmundur Bjarnason var landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra á árunum 1995-1999 en þar á undan var Halldór Blöndal samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra, þ.e. á árunum 1991-1995.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert