Hátt í þúsund munu missa vinnuna

Frá aðalfundi Samtaka fiskvinnsluhúsanna í gær.
Frá aðalfundi Samtaka fiskvinnsluhúsanna í gær. mbl.is/Golli
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson - magnus@bladid.net
Uppsagnirnar í fiskvinnslustöðvum Eskju og Humarvinnslunnar eru einungis byrjunin á sársaukafullum aðgerðum sjávarútvegarins í landinu að mati Arnars Sigurmundarsonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. Hann segir uppsagnir hafa legið í loftinu eftir að tilkynnt var um 63 þúsund tonna samdrátt aflaheimilda í þorski. Telur hann að á næstu 6 til 12 mánuðum muni fleiri fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu grípa til uppsagna og þær geti orðið hátt í þúsund talsins.

Samtök fiskvinnslustöðva héldu aðalfund sinn á Grand hóteli í gær og var greinilegt á mönnum að þeir hafa þungar áhyggjur af stöðu mála. Lagðar voru fram upplýsingar sem sýna fram á erfiða afkomu einstakra vinnslugreina og sjávarútvegsins í heild. „Fyrirtæki munu að einhverju leyti hætta starfsemi eða sameinast og veiðiheimildir í útgerð munu sameinast," segir Arnar.

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, tekur undir áhyggjur samtakanna. Hann segir að vegna samdráttarins hafi verið fyrirséð að uppsagnir yrðu í greininni. Hins vegar hafi hann ekki mótað sér skoðun hversu miklar þær kæmu til með að vera. „Þessar vikur og mánuði eru stjórnendur í greininni að fara yfir það með hvaða hætti þeir bregðast við. Við sjáum ákvarðanir af því tagi sem hafa þegar birst. Við vitum líka að menn eru að íhuga aðra hluti eins og að lengja sumarleyfi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert