Samtök fiskvinnslustöðva héldu aðalfund sinn á Grand hóteli í gær og var greinilegt á mönnum að þeir hafa þungar áhyggjur af stöðu mála. Lagðar voru fram upplýsingar sem sýna fram á erfiða afkomu einstakra vinnslugreina og sjávarútvegsins í heild. „Fyrirtæki munu að einhverju leyti hætta starfsemi eða sameinast og veiðiheimildir í útgerð munu sameinast," segir Arnar.
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, tekur undir áhyggjur samtakanna. Hann segir að vegna samdráttarins hafi verið fyrirséð að uppsagnir yrðu í greininni. Hins vegar hafi hann ekki mótað sér skoðun hversu miklar þær kæmu til með að vera. „Þessar vikur og mánuði eru stjórnendur í greininni að fara yfir það með hvaða hætti þeir bregðast við. Við sjáum ákvarðanir af því tagi sem hafa þegar birst. Við vitum líka að menn eru að íhuga aðra hluti eins og að lengja sumarleyfi."