Hvatt er til þess í ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi Læknafélags Íslands í dag, að heilbrigðisyfirvöld kanni kosti fjölbreyttari rekstarforma á þeirri starfsemi sem fer fram á Landspítala. Þá eru stjórnvöld einnig hvött til að hraða byggingaráformum spítalans og heilbrigðisvísindadeilda Háskóla Íslands svo bæta megi sem fyrst starfsemi spítalans og aðstöðu fyrir sjúklinga.
Á aðalfundinum var einnig samþykkt ályktun þar sem heilbrigðisráðherra er hvattur til þess að auka áhrif yfirlækna í stjórnun lækninga á Landspítala og að tryggja að beitt sé málefnalegum sjónarmiðum við ráðningu yfirmanna lækninga á sjúkrahúsinu eins og lög kveði á um.