Heilbrigðisyfirvöld kanni kosti fjölbreyttari rekstarforms á Landspítala

Hvatt er til þess í álykt­un, sem samþykkt var á aðal­fundi Lækna­fé­lags Íslands í dag, að heil­brigðis­yf­ir­völd kanni kosti fjöl­breytt­ari rekstar­forma á þeirri starf­semi sem fer fram á Land­spít­ala. Þá eru stjórn­völd einnig hvött til að hraða bygg­ingaráform­um spít­al­ans og heil­brigðis­vís­inda­deilda Há­skóla Íslands svo bæta megi sem fyrst starf­semi spít­al­ans og aðstöðu fyr­ir sjúk­linga.

Á aðal­fund­in­um var einnig samþykkt álykt­un þar sem heil­brigðisráðherra er hvatt­ur til þess að auka áhrif yf­ir­lækna í stjórn­un lækn­inga á Land­spít­ala og að tryggja að beitt sé mál­efna­leg­um sjón­ar­miðum við ráðningu yf­ir­manna lækn­inga á sjúkra­hús­inu eins og lög kveði á um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert