Hópæsingur á Akureyri

Fá Akureyri
Fá Akureyri

Mikil ölvun var í miðbæ Akureyrar í nótt og erill. Í nótt var tilkynnt um að hópur hefði safnast saman við Eimskipabryggjuna við Strandgötu og að slagsmál væru í gangi. Að sögn lögreglu voru þar mikil skrílslæti og æsingur og veittist hópur ungmenna að bifreið. Gerði lögregla meðal annars upptæk barefli sem notuð voru til að berja í bílinn. Hald var lagt á kylfuna sem að var gerð úr röri og var um 80 sm löng. Þegar bílnum var ekið á brott ók ökumaður á einn úr hópnum, en meiðsl hans voru talin minniháttar.

Lögreglumenn á göngueftirliti í miðbæ Akureyrar höfðu afskipti af manni sem að kastaði af sér vatni við skemmtistað í miðbænum. Maðurinn létti af sér á rúðuna þannig að stór hluti gesta skemmtistaðarins urðu vitni af athæfinu. Maðurinn má búast við kæru vegna brots á lögreglusamþykkt.

Tilkynnt var í gærkvöld um mann sem að neitaði að yfirgefa hús þar sem að hann var gestkomandi. Maðurinn sem að var talsvert ölvaður brást illa við afskiptum lögreglu. Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöðina þar sem að hann var látinn sofa úr sér.

Þá hafði lögreglan afskipti af nokkrum ökumönnum þar sem að þeir virtu ekki leyfilegan hámarkshraða. Lögregla hafði einnig afskipti af ökumanni á Glerárgötu sem að ók bifreið þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum. Höfð voru afskipti af öðrum ökumanni þar sem að hann sýndi gáleysislegt aksturslag fyrir framan skemmtistað í bænum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert