Mistökin ekki refsiverð

„Þetta sneri ekki að meintu broti í starfi hjá okkur, því var aðeins um innanhússathugun að ræða og viðkomandi yfirmaður deildar látinn útbúa skýrslu og skila til okkar," segir Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um rannsókn embættisins á aðild starfsmanns landamæraeftirlitsins að meintu smygli flugstjóra á konu frá Venesúela til Íslands á síðasta ári.

Ef starfsmaður lögreglunnar er grunaður um brot í starfi er skylt að senda málið til rannsóknar hjá ríkissaksóknara, en haft er eftir Eyjólfi Kristjánssyni, yfirmanni lögfræðisviðs lögreglustjórans á Suðurnesjum, í Morgunblaðinu á fimmtudag að starfsmaðurinn hafi gert „formmistök" þegar láðist að stimpla konuna inn í landið. Jóhann staðfestir það og segir mistökin ekki refsiverð.

„Við höfum það fyrir reglu að stimpla alltaf og gerum það vel." Hann bætir við að alltaf geti mistök orðið, hvort sem er á Keflavíkurflugvelli eða öðrum völlum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert