Soffíu bjargað

00:00
00:00

Soffía er fjalla­bíll með langa sögu og til eru þeir sem segja að hún hafi líka sál. Hún var smíðuð í Reyk­holti í Borg­ar­f­irði í bíla­smiðju Guðmund­ar Kjerulf 1963. Hún er merk­is­grip­ur sem í fel­ast mik­il menn­ing­ar­verðmæti en und­an­far­in fimm ár hef­ur bíll­inn, verið að drabbast niður á geymslu­svæði í Straums­vík í Hafnar­f­irði.

Síðast liðinn vet­ur ræddi mbl.is við ann­an eig­anda og einn af smiðum Soffíu, Guðna Sig­ur­jóns­son og birti við hann viðtal um sögu bíls­ins.

Í kjöl­far viðtals­ins fóru hjól­in að snú­ast og áhuga­sam­ir menn fóru að vinna að því að koma Soffíu í húsa­skjól með það fyr­ir aug­um að gera hana upp og finna henni verðugan stað þar sem al­menn­ing­ur gæti skoðað grip­inn.

Hún var flutt úr Straums­vík og þegar til kom að leysa hana út og greiða lang­an bak­reikn­ing fyr­ir leig­una á geymslupláss­inu voru þau gjöld öll felld niður af mikl­um höfðings­skap.

Fyr­ir­tækið Al­efli sá um flutn­ing­inn og gaf sömu­leiðis alla vinnu og kostnað við hann. Soffía hef­ur nú fengið nýj­an dval­arstað hjá Jóni Friðriki Jóns­syni á bæn­um Hvítár­bakka skammt frá fæðing­arstað sín­um.

Framtíð henn­ar er óviss, verið er að leita að fjár­magni til að gera hana upp en fróðir menn segja að ekki þurfi ýkja háa upp­hæð, því Soffía mun vera í ótrú­lega góðu ástandi miðað við ald­ur og fyrri störf.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja hönd á plóg­inn geta sett sig í sam­band við Guðna Sig­ur­jóns­son bíla­smið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert