Vantar 100 hjúkrunarfræðinga á Landspítala

Landspítali.
Landspítali.
Eftir Ingibjörgu Báru Sveinsdóttur - ingibjorg@bladid.net
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kveðst hafa fullan skilning á því að hjúkrunarfræðingar vilji bæta kjör sín eins og aðrir en þeim finnst þeim mismunað vegna álagsgreiðslna til lögreglumanna.

,,Ég lít á þessa áskorun þeirra sem málefnalegt innlegg í kjaramálin sem eru eitt af mörgum mikilvægum verkefnum ráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar í nútíð og framtíð," segir ráðherrann um þá kröfu hjúkrunarfræðinga að þeim verði, eins og lögreglumönnum, greitt álag.

Hjúkrunarfræðingar krefjast þess að þeim verði nú þegar greidd 30 þúsunda króna mánaðarleg álagsgreiðsla út samningstíma núgildandi kjarasamnings. Þeir harma að heilbrigðisráðherra skuli ekki hafa nýtt sér kjarasamningsbundið ákvæði um álagsgreiðslur en lögreglustofnanir ætla að greiða lögreglumönnum 30 þúsund króna tímabundið álag á mánuði næsta árið.

Enn vantar tæplega 100 hjúkrunarfræðinga á Landspítala og álagið á þeim sem þar starfa er mikið.

Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert