Varabæjarfulltrúi hættir í Sjálfstæðisflokknum

María Egilsdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og varaformaður félagsmálaráðs Akureyrarbæjar, hefur sagt skilið við Sjálfstæðisflokkinn og beðist lausnar frá trúnaðarstörfum í nafni flokksins.

Stefán Friðrik Stefánsson, sjálfstæðismaður á Akureyri, greinir frá þessu á bloggsíðu sinni en ekki náðist í Maríu í gær.

María segir skilið við flokkinn vegna Sómatúnsmálsins svokallaða, að sögn Stefáns, en faðir hennar, Egill Jónsson, er annar þeirra sem hafa átt í málaferlum við Akureyrarbæ vegna deilna um stærðir húsa við þá götu. Samkvæmt skipulagi var gert ráð fyrir einnar hæðar einbýlishúsum við götuna (nema hvað endahús að norðanverðu er tveggja hæða) en eftir að leyfi var gefið fyrir því að hús við miðja götuna yrði tvær hæðir kærðu eigendur húsa beggja megin við það þá ákvörðun bæjaryfirvalda. Niðurstaða hefur ekki fengist í þeim deilum og fer málið fyrir dómstóla.

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri vildi ekki tjá sig um málið í gær þegar eftir því var leitað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert