Hann gagnrýnir að sendarnir hafi verið settir upp án þess að neinar umræður hafi átt sér stað um þá. „Foreldrar eru margir hverjir mjög áhyggjufullir, enda hafa þeir ekki fengið neinar upplýsingar um hvort og þá hvaða afleiðingar bylgjur frá sendunum geta haft á heilsu barnanna. Við lásum það fyrst í fjölmiðlum að sendarnir hefðu verið settir upp og okkur dauðbrá við þær fréttir."
Hann segir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi íbúsamatakanna og að búast megi við miklum mótmælum frá íbúum.
Sigþór Magnússon, skólastjóri Breiðholtsskóla, segir fulltrúa Reykjavíkurborgar hafa gert samninginn við Nova um notkun á byggingunum, en stjórnendur skólans hafi fengið lítið um málið að segja.
„Eignasjóður Reykjavíkur á þessi hús, en menntasvið Reykjavíkurborgar er leigjandi þeirra og hefur fullt leyfi til að framleigja þau," segir Júlíus Sigurbjörnsson, verkefnastjóri hjá menntasviði. Hann vill ekki gefa upp hvað Nova greiðir borginni í leigu fyrir aðstöðuna. „Það er trúnaðarmál á milli aðila eins og aðrir leigusamningar." Ákvörðunina segir Júlíus hafa verið tekna á grundvelli greinargerðar landlæknis.
Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag.