Farþegar á skemmtiferðaskipum eyða 400 milljónum

Black Watch er síðasta skemmtiferðaskip sumarsins.
Black Watch er síðasta skemmtiferðaskip sumarsins. mbl.is/RAX
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is
Um 60 þúsund ferðamenn komu með tæplega 80 skemmtiferðaskipum hingað til lands í sumar og er það met því í fyrra voru skipin 75 og farþegarnir 55 þúsund. Vonast er til þess að farþegar skemmtiferðaskipa hér við land verði um 70 þúsund árið 2009.

Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins, Black Watch, fór lagði úr Reykjavíkurhöfn á föstudag. Það var í minni kantinum, ef hægt er að segja svo um risavaxin skip, og um borð eru um 800 farþegar. Þeir eru á langri siglingu, eru nú á leið til Ameríku og tekur ferðalag þeirra samanlagt um mánuð. Farþegarnir eru velflestir eldri borgarar.

Samkvæmt könnun Faxaflóahafna eyddu farþegar skemmtiferðaskipa sem hingað komu sl. sumar 6.700 krónum hér á landi að meðaltali. Það þýðir að þeir 55 þúsund farþegar sem komu hér í land síðasta sumar eyddu tæplega 370 milljónum króna í heimsókn sinni og eyði farþegar nú í sumar jafnmiklu hafa þeir eytt hér rúmlega 400 milljónum.

Farþegar með skemmtiferðaskipum eru ekki taldir með í tölum um ferðamenn á Íslandi og það er hvergi gert í heiminum. Í fyrra komu hingað til lands í gegnum Leifsstöð rúmlega 400 þúsund farþegar og sé farþegum skemmtiferðaskipa bætt við þá tölu voru ferðamenn sem hingað komu því rúmlega 450 þúsund talsins.

„Skipin hafa verið fullbókuð í sumar," segir Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna.

Sífellt fleiri skip liggja við bryggju í Reykjavík yfir nótt. Það þýðir að farþegarnir fara meira í land og eyða hér meiri peningum. Þá koma hingað einnig æ yngri farþegar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert