Það greinilegt á öllu að þjófarnir hafa fyrst og fremst verið bindindis- og handverksmenn í leit að verkfærum. Enginn varð þjófanna var en mikil umferð var í gegn um bæinn aðfaranótt laugardagsins og voru margir að koma heim úr Laufskálarétt.
Einn hesthúseigandi varð fyrir því, fyrir nákvæmlega þremur árum og þá um Laufskálaréttarhelgi, að brotist var inn í hesthúsið hans og verkfærum til járninga stolið. Lögreglu var gert viðvart um verknað þennan og er málið óupplýst.