Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, er nú 70% samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samanlagt kjörfylgi flokkanna í kosningunum í maí var 63,4%. 40,2% segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rúmum þremur prósentustigum meira en kjörfylgi hans. 29,8% segjast myndu kjósa Samfylkingu, sem er tæpum þremur prósentustigum meira en kjörfylgi flokksins.
16,5% styðja Vinstri græna sem er rúmum tveimur prósentustigum hærra en kjörfylgi hans. Framsókn fengi samkvæmt könnun Fréttablaðsins 8,8% atkvæða sem er tæpum þremur prósentustigum undir kjörfylgi. 4,4% segjast kjósa Frjálslynda flokkinn samkvæmt könnuninni, sem er einnig tæpum þremur prósentustigum undir kjörfylgi hans.