Hundur hefur ráðist á fólk á Akranesi

Þessir hundar eru ekki sakaðir um grimmd og tengjast ekki …
Þessir hundar eru ekki sakaðir um grimmd og tengjast ekki fréttinni að neinu leyti en á Akranesi ræða menn nú reglur um hundahald. mbl.is/Eggert

Grimm­ur hund­ur af Schä­fer­teg­und gekk laus á Akra­nesi í liðinni viku og réðist á fólk og veitti því áverka. Fram kem­ur á frétta­vef Skessu­horns, að hund­ur­inn hafi meðal ann­ars bitið konu í hand­legg svo sauma þurfti sárið. Dag­inn eft­ir hafði hann eldri konu und­ir á bíla­stæði utan við Ein­ars­búð og er hún mar­in á eft­ir. Þá sé vitað að hund­ur­inn beit þriðju kon­una en hún hef­ur ekki lagt fram kæru.

Skessu­horn seg­ir að hund­ur­inn sé enn á lífi en bæj­ar­yf­ir­völd og full­trú­ar lög­reglu séu ein­huga um að hund­in­um beri að koma úr um­ferð hið fyrsta. Þá telji þeir að skerpa þurfi á regl­um um hunda­hald á Akra­nesi í kjöl­far þessa máls.

Magnús Sig­urðsson, dýra­eft­ir­litsmaður á Akra­nesi sagðist í sam­tali við Skessu­horn kann­ast við málið. Hann hefði hins­veg­ar ekki treyst sér til að aðhaf­ast þar sem eig­andi hunds­ins hafi haft í al­var­leg­um hót­un­um við sig og málið væri því í hönd­um lög­reglu.

Skessu­horn

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert