Íslenskar rannsóknir á fíkn

Bandaríski fræðimaðurinn Frank Vocci segist afar spenntur fyrir rannsóknum á fíkn hér á landi í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og SÁÁ, enda margt hægt að læra af erfðafræðilegri einsleitni Íslendinga. Vocci er hér á landi ásamt Jag Khalsa og Mark L. Willenbring í tengslum við 30 ára afmælisráðstefnu SÁÁ sem hefst í dag.

Á ráðstefnunni verður farið yfir fíkn í víðu samhengi, í dag verður einblínt á áfengisfíkn, á morgun verður fjallað um fíkn í örvandi vímuefni og á miðvikudag kannabisfíkn. Ásamt bandarísku fræðimönnunum munu sérfræðingar og hagsmunaaðilar halda erindi. Meðal erinda í dag er fyrirlestur Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um íslenska erfðarannsókn á fíknisjúkdómum.

Sjá nánar í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert