Litlar breytingar á fylgi stjórnmálaflokka

Mjög litlar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokka á landsvísu og stuðningi við ríkisstjórnina frá síðustu mælingu Capacent Gallup. Samkvæmt nýrri könnun er fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 42,4%, fylgi Samfylkingar 27,2%, Vinstri grænna 15,7%, Framsóknarflokks 8,6% og Frjálslynda flokksins 5,1%. Fylgi Íslandshreyfingarinnar mælist 1%. 79% segjast styðja ríkisstjórnina.

Að sögn Capacent er fylgi VG það sama og fyrir mánuði og fylgi Framsóknarflokks og Íslandshreyfingarinnar stendur nánast í stað. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig nálægt einni prósentu og Frjálslyndi flokkurinn bætir við sig svipuðu hlutfalli. Samfylkingin mælist nú með tæplega tveimur prósentum minna fylgi en í síðasta mánuði.

Um var að ræða símakönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 29. ágúst til 26. september 2007. Svarhlutfall var ríflega 61%, úrtaksstærð 6247. Vikmörk í könnuninni eru 0,5-1,6%. Liðlega 18% svarenda tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp og næstum 5% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert