Margir skyndibitastaðir uppfylla ekki kröfur

mbl.is/Eyþór

Eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, sem fram fór í júní og júlí sl. sýnir að forráðamenn margra skyndibitastaða uppfylla ekki kröfur matvælalaga og reglugerða um heilsufarskýrslur starfsmanna, fræðslu/þjálfun starfsfólks og aðbúnað vegna handlauga í rými þar sem meðhöndluð eru óvarin matvæli.

Í 40% tilfella var aðstaða til handþvottar ekki fullnægjandi skv. reglugerð og á 8 stöðum af 65 sem heimsóttir voru var handlaug ekki virk eða aðgengileg við heimsókn eftirlitsaðila.

Samkvæmt könnuninni var örveruástand hamborgara í þessari könnun almennt gott en þó voru tilfelli þar sem hugsanlegt var að almennt hreinlæti hafi ekki verið fullnægjandi.

Niðurstöður rannsóknarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert