Talmeinafræðingar sem starfa hjá Talþjálfun Reykjavíkur hafa sagt sig af gildandi samningi milli samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fyrir hönd Tryggingastofnunar og félags talkennara og talmeinafræðinga. Uppsögnin tekur gildi í dag og frá þeim tíma getur Tryggingastofnun ekki tekið þátt í kostnaði þeirra sem eru þar í talþjálfun.
Tryggingastofnun bendir á það á heimasíðu sinni, að margir aðrir talkennarar og talmeinafræðingar starfa samkvæmt samningnum. Þeim sem þurfa á þjónustu talmeinafræðinga að halda og vilja njóta greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar sé því bent á að óska eftir þjónustu þeirra.