Í upphafi þings mun þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs beita sér fyrir umræðu um mikilvægi þess að endurheimta jafnvægi og stöðugleika í efnahagsmálum og þau brýnu úrlausnarefni á sviði hagstjórnar sem við blasa.
Þingflokkur Vinstri grænna hélt í morgun blaðamannafund þar sem kynnt voru helstu mál og áherslur þingflokks VG á komandi þingi.
VG kynnti á fundinum helstu stefnumál sín í vetur og um leið ein sextán þingmál sem til stendur að leggja fram í upphafi þings. Flokkurinn leggur fram tillögu til þingsályktunar um að gerð verði rannsókn á áhrifum markaðsvæðingar almannaþjónustu og að meðan sú vinna standi yfir verði beðið með frekari markaðsvæðingu samfélagsþjónustunnar. Þá er lagt til að vatnalög verði felld úr gildi en þau eiga að koma til framkvæmda 1. nóvember, hjúskaparlög muni gilda um öll pör, samkynhneigð sem gagnkynhneigð og að raforkulögum verði breytt þannig að orkuverð verði opinbert.
Sjá nánar á vef Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs