„Erum í miðjum örvandi vímuefnafaraldri“

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann fagna um þessar mundir 30 ára afmæli sínu, og í tilefni þess stendur yfir þriggja daga afmælisráðstefna sem hófst í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir Ísland vera í „miðjum örvandi vímuefnafaraldri“. Fjölgun hafi orðið hjá þeim sem greinast með örvandi vímuefnafíkn, en fyrir áratug hafi þeir verið 400 en í dag séu þeir um 700 talsins.

Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri SÁÁ, segir aðgengi að meðferð á Íslandi vera með því besta sem gerist í heiminum. Það sé skynsamlegt því þjóðfélagsleg byrði vegna ofneyslu áfengis og vímuefna geti legið á bilinu 3-8% af þjóðarframleiðslu. Það geri um 30.000 - 80.000 milljónir á ári. Mikilvægt sé að draga úr þessum kostnaði og það sé best gert með að meðhöndla þá sem eru veikir og koma þeim aftur í gang.

Á morgun mun SÁÁ standa fyrir hátíðarfundi í Háskólabíói, þar sem margir af fremstu skemmtikröftum þjóðarinnar munu koma fram. Þangað eru allir velkomnir enda er þar ókeypis inn.

Nánari umfjallanir í tengslum við afmælishátíð SÁÁ má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert