Fíkniefnaakstur á Seyðisfirði

Þótt ekki væri ekinn langur kafli frá skipi í tollafgreiðslu …
Þótt ekki væri ekinn langur kafli frá skipi í tollafgreiðslu var för mannsins þó stöðvuð vegna gruns um fíkniefnaakstur. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Lögreglan á Egilsstöðum stöðvaði för ökumans sem ók frá bílferjunni Norrænu að tollskoðun klukkan hálf tíu í morgun. Þótti aksturslagið grunsamlegt og var talið líklegt að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkniefna. Blóðsýni var tekið úr manninum sem er á fimmtugsaldri og málið er í rannsókn. Ekki fundust fíkniefni í fórum hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert