Guðni Ágústsson varar við þenslu í atvinnulífinu

Guðni varaði við þenslu í atvinnulífinu.
Guðni varaði við þenslu í atvinnulífinu. mbl.is

Guðni Ágústsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi fyrr í kvöld að hann sæi tækifæri í ósigri flokksins í kosningunum. „Þrátt fyrir ósigur í kosningum erum við bjartsýnir fyrir hönd Íslendinga og munum endurreisa flokkinn okkar,” sagði Guðni.

„Í tapi þínu kunna tækifæri þín að liggja í ósigrum, sigrar morgundagsins,” voru spakmæli sem Guðni lét falla um gengi Framsóknarflokksins í síðustu kosningum.

Hann sagði að ógnir dagsins fælust í verðbólgu og þenslu í atvinnulífinu.

Davíð er sótugur vélstjóri þjóðarskútunnar
Hann varaði við háum vöxtum sem reyni á skuldir unga fólksins. „Það þarf og verður að stíga á bremsur, hagstjórnin er nú öll í höndum Seðlabankans. Davíð Oddsson seðlabankastjóri er orðinn vélstjóri á þjóðarskútunni, hann er sótugur upp fyrir haus við að smyrja og kæla vélarnar, hefur eina handbremsu sem hann beitir ótæpilega og hækkar stýrivexti látlaust,” sagði Guðni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert