Kleif sjötta hæsta tind heims

Cho Oyu.
Cho Oyu.

Leifur Örn Svavarsson, fjallaleiðsögumaður, náði hátindi Cho Oyu í nótt og stóð þar í 8201 metra hæð ásamt leiðangursfélögum sínum. Cho Oyu er sjötta hæsta fjall jarðar í Himalayafjöllunum á landamærum Nepal og Tibet.

Fram kemur á vef Íslenskra fjallaleiðsögumanna, að um tíma hafi ekki blásið byrlega fyrir leiðangursfólki því veður setti strik í reikninginn og leit jafnvel út fyrir að ekkert yrði af því að gengið yrði á tindinn. Nokkrir leiðangrar ákváðu að hætta við og fara heim.

Íslenskir fjallaleiðsögumenn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert