Siglfirðingar fjölmennir á Alþingi

Siglfirðingar á þingi
Siglfirðingar á þingi mbl.is/Golli

Tólf af 63 alþingismönnum sem kosnir voru til starfa á Alþingi Íslendinga í vor tengjast Siglufirði á einhvern hátt. Nokkrir eru fæddir þar, foreldrar sumra eru þaðan eða afar, ömmur eða makar. Þetta eru 19,04% þingmanna, en íbúar Siglufjarðar eru um 0,4% Íslendinga.

Í þessum 12 manna hópi eru þrír ráðherrar. Fimm þingmannanna eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins (Birgir Ármannsson, Björk Guðjónsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson og Pétur H. Blöndal), þrír eru framsóknarmenn (Birkir Jón Jónsson, Höskuldur Þór Þórhallsson og Siv Friðleifsdóttir), tveir Samfylkingarmenn (Kristján Möller og Þórunn Sveinbjarnardóttir) og tveir úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði (Álfheiður Ingadóttir og Katrín Jakobsdóttir).

Kristján Möller samgönguráðherra segir að þessi hópur sé þriðji stærsti þingflokkurinn. Hann safnaði þingmönnunum saman til myndatöku í Alþingishúsinu strax eftir þingsetningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert