Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld og verða umræður um ræðuna í kjölfarið. Verður umræðunni, sem stendur í tvær klukkustundir, útvarpað og sjónvarpað í Ríkisútvarpinu.
Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk verða auk Geir H. Haarde, þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Einar K. Guðfinnsson. Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt framboð verða Steingrímur J. Sigfússon, Álfheiður Ingadóttir og í Kolbrún Halldórsdóttir. Ræðumenn Samfylkingarinnar verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir og Kristján Möller samgönguráðherra.
Fyrir Framsóknarflokk tala Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Bjarni Harðarson. Fyrir Frjálslynda flokkinn tala Guðjón A. Kristjánsson, Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson.