Steingrímur J: þenslan ekki á undanhaldi

Steingrímur sagði að þenslan í þjóðfélaginu væri ekki á undanhaldi.
Steingrímur sagði að þenslan í þjóðfélaginu væri ekki á undanhaldi. mbl.is

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og þingflokksformaður gerði athugasemd við ræðu forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hann sagði að þenslan þjóðfélaginu sem forsætisráðherra teldi vera á undanhaldi væri í raun í sókn og nefndi að fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir þenslu og viðskiptahalla næstu árin þó ekki væri gert ráð fyrir stóriðjuframkvæmdum.

Steingrímur sagði að það þyrfti markvissari aðgerðir í stað hálfkáks til að draga úr misvægi í byggðamálum. „...Vegna þess að misgengið milli þenslusvæðanna og samdráttarsvæðanna innanlands er hluti vandans,” sagði Steingrímur.

„Það þarf að leggja af það blekkingartal að það geti á einhvern hátt verið lausn bráðavandans að kasta krónunni og taka upp evru. Reyndar væri upptaka evru við núverandi aðstæður í núverandi efnahagsmálum eins og bensín á bál... það er alveg ljóst að hún verður gjaldmiðill okkar um mörg næstu ár og það að tala hana niður getur aldrei verið annað en til bölvunar og þó við tækjum ákvörðun á morgun um að ganga í ESB þá tæki það ferli mörg ár,” sagði Steingrímur J. Sigfússon.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert