Traust afkoma ríkissjóðs forsenda fyrir frekari skattalækkunum

Geir H. Haarde flytur stefnuræðu sína.
Geir H. Haarde flytur stefnuræðu sína. mbl.is/Golli

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að allt benti til að sú þensla, sem ein­kennt hafi ís­lenskt efna­hags­líf á síðustu árum, sé á und­an­haldi og að framund­an sé tíma­bil auk­ins stöðug­leika og meira jafn­væg­is í þjóðarbú­skapn­um. Þá væri traust af­koma rík­is­sjóðs for­senda fyr­ir frek­ari skatta­lækk­un­um.

„Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi fyr­ir árið 2008 er gert ráð fyr­ir veru­leg­um af­gangi á rík­is­sjóði, ekki aðeins á næsta ári held­ur einnig næstu fjög­ur ár. Þetta er mik­il breyt­ing frá fyrri spám sem fólu í sér tölu­verðan halla á rík­is­sjóði næstu ár. Ég tel að þessi nýja staða skapi svig­rúm til frek­ari skatta­lækk­ana á ein­stak­linga jafnt sem fyr­ir­tæki á næstu árum jafn­hliða því sem ráðist verður í marg­háttaðar um­bæt­ur í vel­ferðar­kerfi og innviðum sam­fé­lags­ins," sagði Geir. Hann nefndi sér­stak­lega að stefnt væri að lækk­un skatta á ein­stak­linga meðal ann­ars með hækk­un per­sónu­afslátt­ar.

Hann fór yfir vænt­an­leg verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar og sagði m.a. að mennta­málaráðherra muni á þessu þingi leggja fram frum­vörp til laga um leik­skóla, grunn­skóla og fram­halds­skóla og til lög­vernd­un­ar á starfs­heit­um kenn­ara og skóla­stjórn­enda. Sagði Geir, að þetta væri í fyrsta skipti frum­vörp um þessi þrjú skóla­stig væri lögð fram sam­tím­is en með þeim sé mótaður heild­stæður grund­völl­ur fyr­ir mennt­un barna og ung­menna frá upp­hafi skóla­göngu til loka fram­halds­skóla.

Þá sagði Geir, að á vett­vangi sam­göngu­mála væru fjöl­mörg verk­efni framund­an, þar á meðal þrjú verk­efni þar sem einkafram­kvæmd sé tal­in álit­leg­ur kost­ur. Þetta væru tvö­föld­un Suður­lands­veg­ar, gerð Sunda­braut­ar og göng und­ir Vaðlaheiði.

For­sæt­is­ráðherra sagði, að nú væri ár liðið síðan banda­ríska varn­ar­liðið hvarf á brott. Við það hafi ekki ein­ung­is orðið breyt­ing­ar í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um þjóðar­inn­ar held­ur komið upp ný staða varðandi Kefla­vík­ur­flug­völl og það landsvæði sem varn­ar­liðið hafði til umráða. Í ljós hafi komið að áhugi fyr­ir­tækja, t.d. á há­tækni­sviði, sé mik­ill, m.a. vegna ná­lægðar við alþjóðaflug­völl­inn og ljóst að svæðið, sem áður var frá­tekið til varn­arþarfa bjóði upp á stór­fellda vaxt­ar­mögu­leika.

Geir sagði, að viðskiptaráðherra hefði ákveðið að hrinda af stað heild­ar­stefnu­mót­un á sviði neyt­enda­mála. Fyrsta skref þeirr­ar vinnu væri víðtæk út­tekt á virkni og viðhorf­um neyt­enda á Íslandi og sam­an­b­urður á stöðu neyt­enda­mála hér­lend­is og er­lend­is. Á þeim grunni verði unnið að bættri lög­gjöf svo Ísland standi jafn­fæt­is lönd­um þar sem neyt­enda­vernd sé lengst kom­in.

Loks sagði Geir, að ís­lensk­ur fjár­mála­markaður hafi stækkað og eflst veru­lega á und­an­förn­um árum. Í þjóðhags­legu sam­hengi skipti hann sí­fellt meira máli og þannig sé áætlað að hlut­deild fjár­mála­fyr­ir­tækja í lands­fram­leiðslu hafi numið um 10% í lok síðasta árs. Ekk­ert bendi til ann­ars en að áfram­hald­andi aukn­ing verði í um­svif­um ís­lenskra fjár­málaþjón­ustu­fyr­ir­tækja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert