Ágreiningi um verðmæti vatnsréttinda skotið til dómstóla

Frá framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun.
Frá framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun. mbl.is/Steinunn

Flestir eigendur vatnsréttinda við Jökulsá á Dal, eða 61 að tölu, hefur ákveðið að una ekki úrskurði matsnefndarinnar og skjóta ágreiningi um verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar til úrslausnar dómstóla.

Sérstök matsnefnd ákvað þann 22. ágúst, að vatnsréttindin yrðu metin á 1,6 milljarð. Landsvirkjun tilkynnti vatnsréttarhöfum með bréfi 24. september, að fyrirtækið byði þeim sem það kysu, að fá greiðslu fyrir vatnsréttindi í samræmi við niðurstöðu matsnefndar.

Í tilkynningu frá Regula lögmannsstofu, sem fer með mál vatnsréttarhafanna, segir að málskotið til dómstóla miði að því að eignarnámsbætur vegna vatnsréttinda einstakra jarða verði hækkaðar þannig að tryggt sé, að einstaklir vatnsréttarhafar fái fullar bætur fyrir réttindi í þeirra eigu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert