Auðvelt að loka á íslenska spilara

Eftir Andra Karl

andri@mbl.is

Tæknilega er afar auðvelt að loka fyrir aðgang íslenskra notenda að erlendri fjárhættustarfsemi á Netinu ef stjórnvöld tækju um það ákvörðun. Nýverið var kynnt reglugerð í Bandaríkjunum sem skýrir þær stefnur og starfsreglur sem bankar og fjármálafyrirtæki þurfa að uppfylla samkvæmt lögum sem sett voru á síðasta ári um að bannað sé að stunda fjárhættuspil á Netinu.

Í utandagskrárumræðum á Alþingi í janúar sl. tók Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, málið fyrir. Hann sagði að stjórnvöldum bæri að reisa rönd við vaxandi ásókn í fjárhættuspil á Netinu, ekki einvörðungu af siðferðilegum ástæðum en einnig lagalegum, þar sem um lögbrot væri að ræða.

Í umræðunum kom fram í máli þingmanna að þeir teldu það tæknilega erfitt að koma í veg fyrir þessa starfsemi, enda færi hún fram á Netinu – sem væri án landamæra.

Andri Valur Hrólfsson, framkvæmdastjóri alþjóðalausna Valitor, segir málið hins vegar fremur einfalt, þ.e. ef notast væri við sömu aðferð og Bandaríkjamenn. Öll viðskipti með kreditkorti, hvort sem því er framvísað eða í gegnum Netið, hafa nefnilega fjögurra stafa einkennisnúmer. Einkennisnúmer fjárhættustarfsemi er t.a.m. 7995 og er ekki gerður greinarmunur á póker og rúllettu eða veðmálum á íþróttakappleiki. Í kerfum bankanna er öllum beiðnum frá slíkri starfsemi á Netinu svo hafnað þegar heimildar er leitað. "Það er alveg sama hvar bandarískur korthafi reynir að fara inn á Netið, viðskiptin eru heimildaleituð, fara inn í bandarískan banka og hann segir nei," segir Andri.

Sjá nánar í Morgunblaðinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert