Frjálslyndir í ólgusjó

Guðjón Arnar Kristjánsson
Guðjón Arnar Kristjánsson
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur - beva@bladid.net

Báti Frjálslynda flokksins er ruggað þessa dagana. Sjálfstæðismenn eru sagðir reyna að fá formanninn, Guðjón Arnar Kristjánsson, yfir til sín. Sama er sagt um Jón Magnússon þingmann. Nýjar erjur í flokknum opinberuðust þegar Sigurjón Þórðarson, áður þingmaður, varð ekki framkvæmdastjóri flokksins. Sigurjón telur sig svikinn og kennir Kristni H. Gunnarssyni um. Sigurjón segir Kristin vinna eins og hann væri enn í Framsókn.

Katrín Gunnarsdóttir, systir Kristins, hvatti til þess á bloggsíðu í gærmorgun að stuðningsmenn Kristins íhuguðu úrsögn úr flokknum. Nóg væri komið af bulli og skítkasti. Katrínu er runnin reiðin. Hún hefur tekið áskorun sína aftur og ætlar ekki að yfirgefa Frjálslynda flokkinn. Kristinn tekur öllu með ró og segir enga óeiningu í flokknum.

Málefnaleg afstaða hafi verið tekin um að ráða framkvæmdastjóra sem ynni fyrir kjörna fulltrúa flokksins en væri ekki í samkeppni við þá. Engin skrifleg gögn styðji að Sigurjón hafi átt stöðuna. Slæm reynsla sé af því hjá Frjálslyndum og fleiri flokkum að hafa framkvæmdastjóra sem setji persónulegan frama sinn ofar hagsmunum flokksins.

Blaðið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert