Neyðarástand í Blóðbankanum

Blóðbankinn leggur sérstaka áherslu á að fá virka blóðgjafa í …
Blóðbankinn leggur sérstaka áherslu á að fá virka blóðgjafa í öllum blóðflokkum til að koma. mbl.is

Skapast hefur mikil og rík þörf fyrir blóðhluta hjá sjúkrahúsunum vegna sjúkdóma, bráðra veikinda, aðgerða og slysa á síðustu dögum og vikum. Nú er svo komið að við biðjum ykkur að um aðstoða okkur við að kalla inn blóðgjafa. Þetta kemur fram í hjálparbeiðni sem Blóðbankinn hefur sent frá sér.

„Þegar Blóðbankinn sendir áskorun af þessu tagi, þá eru ríkar ástæður að baki. Blóðbankinn sinnir heilbrigðisstofnunum um land allt. Á þessum árstíma reynist Blóðbankanum oft erfitt að halda uppi nægum blóðhlutabirgðum.

Mikið hefur verið notað af rauðkornum, og blóðflögum síðustu dagana. Rauðkorn eru notuð við aðgerðir og slys. Blóðflögur eru gjarnan notaðar í stórum aðgerðum, en ekki síst sem stuðningsmeðferð við krabbameinssjúka. Það er því mikilsvert að Blóðbankinn eigi nægar birgðir þessara blóðhluta á hverjum tíma.

Blóðbankinn leggur áherslu á að fá virka blóðgjafa sérstaklega í O blóðflokkunum. Nýir blóðgjafar eru hvattir til að koma í næstu viku," samkvæmt beiðni sem Blóðbankinn hefur sent frá sér.

Blóðbankabíllin er á Snæfellsnesi í dag. Við íþróttahúsið í Stykkishólmi til klukkan 12:30 og á Ólafsvík frá klukkan 14:00-17:00 og við Fjarðarkaup Hafnarfirði fimmtudaginn 4.okt frá klukkan 13.00-17:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert