Peningastefnuna skortir nauðsynlegan stuðning

Ingimundur Friðriksson.
Ingimundur Friðriksson. mbl.is/Kristinn

Ingimundur Friðriksson, seðlabankastjóri, sagði á málstofu Háskólans á Akureyri í dag, að vandinn nú væri ekki umgjörð peningastefnu Seðlabankans eða framkvæmd hennar heldur frekar að hana skorti nauðsynlegan stuðning. Áfram verði að beita ströngu peningalegu aðhaldi og meira aðhalds sé þörf á öðrum sviðum efnahagslífsins, í opinberum fjármálum og útlánaákvörðunum fjármálafyrirtækja. Að öðrum kosti verði jafnvægi í þjóðarbúskapnum torsótt.

„Slakari peningastefna nú myndi aðeins leiða til ófarnaðar og ófyrirséðra afleiðinga. Seðlabankinn brygðist lögbundnum skyldum sínum ef verðbólgu yrði sleppt lausri „um skeið“ til þess að ná ímynduðum árangri á öðrum sviðum," sagði Ingimundur m.a.

Erindi Ingimundar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert