Sigríður Ingibjörg kjörin í bankaráð Seðlabankans

mbl.is/Kristinn

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur, var á Alþingi í dag kjörin í bankaráð Seðlabankans í stað Jóns Þórs Sturlusonar, sem sagði sig úr ráðinu eftir að hann var ráðinn aðstoðarmaður viðskiptaráðherra.

Sigríður Ingibjörg var varafmaður í bankaráðinu og var Guðný Hrund Karlsdóttir, viðskiptafræðingur, kjörin í hennar stað sem varamaður.

Þá var Margrét Frímannsdóttir kjörin í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. í stað Jóns Ásgeirs Sigurðssonar, sem lést á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert