Sjö til viðbótar handteknir vegna skipulagðra þjófnaða

Hluti þýfisins sem lagt var hald á í gær
Hluti þýfisins sem lagt var hald á í gær mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun sjö menn til viðbótar við þá sem handteknir voru í gærkvöldi og nótt vegna gruns um skipalagða þjófnaði. Þá hefur verið farið í fleiri húsleitir vegna málsins. Mennirnir eru allir samlandar af erlendu bergi brotnir og þekkjast innbyrðis. Nokkrir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður, einn þeirra hefur fengið á sig dóm hér á landi vegna auðgunarbrota og hafa einhverjir þeirra fengið á sig dóma vegna svipaðra mála erlendis.

Málið er að sögn lögreglu í rannsókn og fæst ekki upp gefið hvort frekara þýfi hafi fundist við rannsóknirnar í morgun. Þá segir lögregla að miðað við varninginn, sem lagt hefur verið hald á, megi leiða líkur að því að mennirnir hafi átt hægt um vik við að nálgast hann.

Lagt var hald á umtalsvert magn af þýfi í gærkvöldi úr snyrtivöruverslunum, tölvubúðum, fataverslunum og stórmörkuðum. Einn þeirra handteknu var á leið úr landi með hluta þýfisins, og er talið að þar hafi átt að selja varninginn.

Einn þeirra handteknu var á leið úr landi með hluta …
Einn þeirra handteknu var á leið úr landi með hluta varningsins, en talið er að þar hafi staðið til að selja hann mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert