Strokufangarnir fundnir

Fangelsið á Litla-Hrauni.
Fangelsið á Litla-Hrauni. Rax / Ragnar Axelsson

Tveir fangar sem struku frá Litla-Hrauni í gær fundust í húsi í vesturbæ Reykjavíkur nú fyrir skömmu. Fangarnir struku eftir að hafa sótt AA-fundi sem lauk um klukkan 21 í gærkvöldi og hefur nú komið í ljós að þeir notuðu stolinn bíl á flóttanum.

Leit stóð að mönnunum í alla nótt í umdæmi Selfosslögreglunnar og sinnti lögreglan á Selfossi leitinni framan af með aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. M.a. voru bílar á svæðinu stöðvaðir og leitað í þeim.

Vísbendingar um ferðir mannanna komu hins vegar fram eftir að upp komst um stuldinn á bílnum og eftir að mennirnir notuðu greiðslukort sem í honum var.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert